ekta-selfossborgari

JAZZAÐ SMÖRREBROD?Ekta Selfossborgari

Hráefnið fyrir 4

  • 4 stk 120 gr Íslandsnaut hamborgarar
  • 4 stk hamborgarabrauð
  • Steiktur laukur (þessi harði sem fer á pylsurnar)
  • Tómatsósa
  • Sinnep
  • Remúlaði
  • Rauðkál
  • Súrar gúrkur
  • 1 laukur, fínt saxaður

Aðferðin

Steikið hamborgara á pönnu eða grilli þar til hann er u.þ.b. medium rare. Hitið hamborgarabrauð og setjið á það allt það sem fer á pylsu með öllu á Selfossi, sprautið sósunum yfir og leggið hamborgarann ofan á.

KOKKURINNKRISTJANA STEFÁNSDÓTTIR

SÖNGKONA

Jazzsöngkonan og tónlistarmaðurinn Kristjana Stefánsdóttir kemur frá Selfossi en býr nú í Reykjavík. Hún lærði söng í Söngskólanum í Reykjavík og var næstum því orðin klassísk söngkona þegar hún ákvað að prófa jazz. Hún nam jazzsöng við Konunglega listaháskólann í Haag í Hollandi og hélt aftur heim til Íslands vorið 2000, reynslunni ríkari.

Kristjana hefur gefið út sex sólóplötur, bæði jazz og blús, og fjórum sinnum hafa plötur hennar verið tilnefndar til Íslensku tónlistarverðlaunanna. Hún er dugleg að leyfa öðrum að njóta hæfileika sinna og kennir t.d. jazzsöng í Tónlistarskóla FÍH og sér um tónlistarstjórn í Borgarleikhúsinu. Tónlist er samt ekki það eina sem Kristjönu er til lista lagt því hún er einn af höfundum leiksýningarinnar Jesús litli ásamt þeim Benedikt Erlingssyni, Bergi Þór Ingólfssyni, Halldóru Geirharðsdóttur og Snorra Frey Hilmarssyni auk þess sem hún samdi tónlistina fyrir verkið. Fyrir það og einnig fyrir söng hlaut hún tilnefningu til Grímunnar, Íslensku leiklistarverðlaunanna, en Jesús litli var svo valin sýning ársins og hópurinn fékk einnig Grímuna fyrir handrit ársins.

Aðspurð segist Kristjana elda sjálf á sínu heimili en stundum fái hún hjálp frá dóttur sinni sem er mikill snillingur í að hjálpa henni að elda. Kristjana er mikil áhugamanneskja um mat og þá sérstaklega um framandi matargerð, t.d. sushi. Hún er mikið fyrir að gera tilraunir í eldhúsinu og ekki einu sinni rammíslensk kjötsúpa er óhult fyrir framandi kryddi. Jafnframt eldamennsku stundar Kristjana lestur góðra bóka og útivist og hefur meira að segja gengið Laugaveginn. Hún er mikil listakona og segist eiga það til að taka góðar rispur við útsaum sem hún strekkir á ramma og gefur græskulausum vinum og ættingjum.

Um þennan hamborgara:

„Ég vissi ekki alveg hvað ég ætti að gera svo ég hugsaði með mér hvaða hamborgara mér þætti best að fá. Það eina sem mér datt í hug var hamborgarinn sem ég fæ í Pylsuvagninum á Selfossi og heitir Hamborgari með öllu, ég tengi hann sérstaklega við gömlu heimahagana. Það er einhver „smörrebrauðsfílingur“ í honum þegar hann er settur svona saman“.

NÝJAR VÍDDIR Í HAMBORGURUMHvað er Smash Style?

Smash Style er aðferð sem er uppruninn í Ameríku, sem oft er talinn vera aðal hamborgaraþjóð heims. Aðferðin felst í að hamborgarinn er lausmótaður án pressu og hefur notið vinsælda um allan heim.

Eingöngu er notað ferskt íslenskt ungnautakjöt með allt að 20 % fitu innihaldi sem gerir hamborgararnn sérstaklega mjúkann ,safaríkan og bragðgóðan. Hamborgarinn er til 100.gr ,120,gr og 140 gr .

Allar vörurnar okkar fást hjá

  • Hagkaup
  • Bónus