Hamborgari í Sparifötunum

GLÆSILEGA GÓMSÆTT GÚMMELAÐIHamborgari í sparifötunum

Hráefnið fyrir 4

  • 4 120 gr Íslandsnaut hamborgarar
  • 8 stk ostsneiðar
  • 4 sneiðar af ferskum ananas (má vera úr dós)
  • 4 stk hamborgarabrauð
  • 12 stk beikonsneiðar
  • 4 stk sveppir, skornir í sneiðar
  • 1 stk hvítlauksgeiri, marinn
  • Krydd eftir smekk
  • Smjör
  • Sinnepssósa
  • BBQ-sósa
  • Kál
  • Gúrka, skorin í sneiðar
  • Tómatar, skornir í sneiðar
  • Rauðlaukur, skorinn í sneiðar

Aðferðin

Grillið hamborgara, kryddið eftir smekk og setjið ostsneiðar ofan á þegar búið er að snúa hamborgurunum við. Setjið ananassneiðar á grillið en gætið þess að snúa þeim ört svo þær brenni ekki. Hitið hamborgarabrauð smástund á grillinu. Steikið beikon á pönnu. Steikið sveppi upp úr smjöri á annarri pönnu og bætið hvítlauk saman við.

Setjið sinnepssósu á neðri hluta hamborgarabrauðanna og BBQ-sósu á hinn helminginn. Þekið neðri brauðin með káli, gúrkum og steiktum sveppum. Leggið hamborgarana ofan á og toppið með beikoni, ananas, tómötum og rauðlauk og loks efra brauðinu. Það má alveg nota hamborgarasósu í stað sinnepssósu og/eða BBQ-sósu.

KOKKURINNELVA DÖGG GUÐBJÖRNSDÓTTIR

FÉLAGSFRÆÐINEMI

Elva Dögg er fædd og uppalin í Reykjavík og stundar nám í félagsfræði við HÍ. Hún er gift Benjamín Jónssyni Wheat og saman eiga þau tvær dætur á leikskólaaldri. Elva veit sitt hvað um hamborgara en hún vann á árum áður við að grilla hamborgara á American Style og því ákvað hún að senda uppskriftina sína inn í hamborgaraleik Íslandsnauts.

Elva segist yfirleitt elda sjálf á sínu heimili nema þegar stórsteikur eru á matseðlinum, þá fái eiginmaðurinn að sjá um eldamennskuna. Hún eldar fjölbreytta rétti; grænmetisrétti, kjötrétti, fisk, súpur og kjúkling. Hamborgarar eru mjög oft á boðstólum á sumrin en svolítið sjaldnar yfir vetrartímann.

Helstu áhugamál Elvu eru ferðalög, vinirnir og fjölskyldan. Hún ferðast mikið ásamt fjölskyldunni sinni, jafnt sumar sem vetur en þá fara þau í bústaðinn. Elva er líka mikil prjónakona í seinni tíð en hún tók upp prjónana 2009 og hefur varla lagt þá niður síðan. Elva segist vera frekar lágvaxinn og því séu einkunnarorð hennar „margur er knár þótt hann sé smár“

Um þennan hamborgara: „Hugmyndin að borgaranum kemur eiginlega úr eldhúsinu á American Style í gamla daga. Ég var að grilla hamborgara þar og þessi hamborgari varð til eftir nokkrar tilraunir. Fólk verður oft hissa að fá ananas ofan á hamborgarann.“

NÝJAR VÍDDIR Í HAMBORGURUMHvað er Smash Style?

Smash Style er aðferð sem er uppruninn í Ameríku, sem oft er talinn vera aðal hamborgaraþjóð heims. Aðferðin felst í að hamborgarinn er lausmótaður án pressu og hefur notið vinsælda um allan heim.

Eingöngu er notað ferskt íslenskt ungnautakjöt með allt að 20 % fitu innihaldi sem gerir hamborgararnn sérstaklega mjúkann ,safaríkan og bragðgóðan. Hamborgarinn er til 100.gr ,120,gr og 140 gr .

Allar vörurnar okkar fást hjá

  • Hagkaup
  • Bónus