Gjörsamlega gómsætt gúmmelaðiHammari að Indverskum hætti

Hráefnið fyrir 4

  • 4 120 gr Íslandsnaut hamborgarar
  • 2 msk tikka masala-mauk
  • 2 msk olía
  • 4 ananassneiðar
  • 8 sneiðar af mangó
  • 4 stk naan-brauð
  • 4 msk tikka masala-sósa
  • Salat
  • Laukhringir
  • 4 steikt poppadoms

Aðferðin

Penslið hamborgara með tikka masala-mauki og geymið við stofuhita í 1 klst. Steikið þá síðan í olíu á milliheitri pönnu í 2 mín. á hvorri hlið. Steikið ananas og mangó á sömu pönnu í 1 mín. Hitið naan-brauð í brauðrist, skerið þau síðan til helminga og setjið tikka masala-sósu á neðri helminginn, toppið með salati og lauk. Leggið borgarann þar ofan á, síðan ananas, mangó og poppadoms og síðast hinn helminginn af naan-brauðinu. Berið fram með soðnum hrísgrjónum eða frönskum kartöflum.

KOKKURINNÚLFAR FINNBJÖRNSSON

MATREIÐSLUMEISTARI

Úlfar Finnbjörnsson er sprenglærður matreiðslumaður úr Garðabænum. Hann útskrifaðist úr Hótel- og veitingaskólanum 1987 og segir leiðina eingöngu hafa legið upp á við síðan. Hann hefur átt viðkomu víða á ferlinum m.a. í sjónvarpi, rekið sinn eigin veitingastað og undanfarin 5 ár hefur hann starfað sem kokkur og blaðamaður á Gestgjafanum auk þess að taka að sér veislur í heimahúsum, sinna vöruþróun í hinum ýmsu fyrirtækju og elda fyrir auglýsingar. Þess má til gamans geta að Úlfar eldaði alla hamborgarana sem sjá má á þessari heimasíðu. Úlfar býr ásamt eiginkonu sinni, syni og tveimur hundum í Mosfellsbænum og segir að eldri dóttirin kíki oft við þótt hún sé flutt að heiman. Hann sér yfirleitt um matreiðsluna á sínu heimili en segist stundum hleypa frúnni að pönnunum. Létt, ferskt og ódýrt eru einkunnarorð Úlfars í eldhúsinu heima hjá sér og hann segist oft grípa til hamborgaranna. Úlfar hefur sérstakan áhuga á öllu sem tengist náttúrunni. Ef það er eitthvað sem hægt er að rækta og borða er ekki ólíklegt að það sé að finna í garðinum hjá Úlfari. Hann er einnig mikill dýramaður og á hunda, kanínur, dúfur, fasana, lynghænur, hesta og fjöldann allan af skrautfiskum.

NÝJAR VÍDDIR Í HAMBORGURUMHvað er Smash Style?

Smash Style er aðferð sem er uppruninn í Ameríku, sem oft er talinn vera aðal hamborgaraþjóð heims. Aðferðin felst í að hamborgarinn er lausmótaður án pressu og hefur notið vinsælda um allan heim.

Eingöngu er notað ferskt íslenskt ungnautakjöt með allt að 20 % fitu innihaldi sem gerir hamborgararnn sérstaklega mjúkann ,safaríkan og bragðgóðan. Hamborgarinn er til 100.gr ,120,gr og 140 gr .

Allar vörurnar okkar fást hjá

  • Hagkaup
  • Bónus