jakobsborgarinn

BURGER, PESTÓ, CAMEMBERT, NAMM!Jakobsborgarinn

Hráefnið fyrir 4

  • 800 gr Íslandsnaut nautahakk
  • 4 msk ferksar kryddjurtir, steinselja, óreganó og basilíka, saxaðar eða steyttar
  • 8 sneiðar Camembert-ostur
  • 4 stk hamborgarabrauð
  • Grænt pestó
  • Salt
  • Nýmalaður Pipar
  • Klettakál og/eða eikarlauf

Aðferðin

Blandið nautahakki og kryddjurtum saman og mótið frekar þykkan hamborgara úr blöndunni. Skerið borgarann í sundur og setjið sneiðar af camembert-osti á milli, pressið borgarann síðan vel saman aftur og steikið hann þar til osturinn er orðinn vel bráðinn. Kryddið borgarann með salti og pipar og smyrjið pestói yfir hann. Grillið hamborgarabrauð eða hitið og setjið hamborgarann í ásamt klettakáli og/eða eikarlaufum.

KOKKURINNJAKOB H. MAGNÚSSON

MATREIÐSLUMEISTARI

Jakob H. Magnússon matreiðslumeistari er Reykvíkingur, fæddur og uppalinn í Vesturbænum. Hann lærði matreiðslu á Hótel Sögu og nokkru eftir útskrift hélt hann til Kaupmannahafnar þar sem hann starfaði við matreiðslu, m.a. á ítölskum veitingastað á Strikinu þar sem hann fékk þá hugmynd að opna svipaðan stað á Íslandi. Árið 1979 lét hann drauminn sinn rætast og opnaði veitingastaðinn Hornið í Hafnarstræti. Staðinn hefur Jakob átt og rekið alla tíð síðan með dyggri aðstoð eiginkonu sinnar, Valgerðar Jóhannsdóttur, og barna.

Auk þess að reka langlífasta veitingastað Íslands fyrr og síðar var Jakob forseti Klúbbs matreiðslumeistara í 6 ár, forseti Norðurlandaklúbbsins í tvö ár og einnig átti hann viðkomu í Kokkalandsliðinu þegar það var endurreist á 9. áratugnum.

Á heimili Jakobs skiptast þau hjónin á um að elda en hann segist aðeins vera farinn að færa sig upp á skaftið í eldamennskunni á heimilinu í seinni tíð. Hann fékk forláta Weber-grill í afmælisgjöf fyrir skömmu sem hann segist nota mjög mikið. Börnin eru flogin úr hreiðrinu en þau eru öll viðloðandi veitingabransann og dóttirin Ólöf t.d. nýútskrifuð úr Hótel- og veitingaskólanum.

Jakob er músíkalskur og kann bæði að spila á gítar og saxófón en það var bróðir hans sem kenndi honum á hið síðarnefnda. Jakob segist reyndar hvergi hafa komið fram nema í stofunni heima hjá sér og láti það duga. Hann er mikill áhugamaður um fluguveiðar og segist stunda þær eins og hann mögulega getur. Stærsti fiskurinn sem hann hefur veitt var u.þ.b. 12 punda lax í Norðurá.

Um þennan hamborgara:
„Það má nú eiginlega segja að ég og dóttir mín höfum sett þetta saman. Þetta er svona frá okkur báðum, feðginunum. Hann er aðeins með ítölskum blæ, svona eins og Hornið.“

NÝJAR VÍDDIR Í HAMBORGURUMHvað er Smash Style?

Smash Style er aðferð sem er uppruninn í Ameríku, sem oft er talinn vera aðal hamborgaraþjóð heims. Aðferðin felst í að hamborgarinn er lausmótaður án pressu og hefur notið vinsælda um allan heim.

Eingöngu er notað ferskt íslenskt ungnautakjöt með allt að 20 % fitu innihaldi sem gerir hamborgararnn sérstaklega mjúkann ,safaríkan og bragðgóðan. Hamborgarinn er til 100.gr ,120,gr og 140 gr .

Allar vörurnar okkar fást hjá

  • Hagkaup
  • Bónus