soruborgari

SÓL SÓL SÓLÞURRKAÐIR TÓMATARSöruborgari

Hráefnið fyrir 4

  • 4 stk 120 gr Íslandsnaut hamborgarar
  • Maldon-salt
  • Krydd eftir smekk (hér er notað kjöt- og grillkrydd, ítalskt pastakrydd frá Pottagöldrum)
  • Íslenskt smjör
  • Kúmenostur
  • 1 krukka/ur sólþurrkaðir tómatar
  • 1 stk eggaldin
  • 1 askja/öskjur villisveppir
  • 2 stk gular paprikkur
  • 2 msk hveiti
  • Rjómi
  • 4 stk stór pítubrauð, fást í flestum bakaríum

Aðferðin

Kryddið hamborgara með Maldon-salti, kjöt- og grillkryddi og ítölsku pastakryddi frá Pottagöldrum og steikið á á grillpönnu. Það má að sjálfsögðu steikja þá á venjulegri pönnu. Setjið Góða Klípu af íslensku smjöri á pönnuna.

Setjið nokkrar sneiðar af kúmenosti ofan á borgarana þegar búið er að snúa þeim við og leggið lok yfir pönnuna svo osturinn bráðni vel. Hellið sólþurrkuðum sómötum og allri olíunni af þeim á aðra pönnu og hitið vel.

Brytjið grænmeti, setjið á pönnuna með tómötunum og steikið allt vel saman. Veiðið grænmetið af pönnunni með götóttum spaða þannig að olían verði eftir á pönnunni. Setjið hveiti útí olíuna og hrærið vel í svo ekki komi kekkir. Hellið rjóma saman við og hrærið vel í. Kryddið sósuna með salti og sama kryddi og fór á hamborgarann, gott er að bæta hvítlaukssalti, -dufti eða ferskum hvítlauk saman við ef þið eruð hrifin af hvítlauk.

Skerið pítubrauð í tvennt og hitið þau snöggt á heitri pönnu. Setjið hamborgarabuff, grænmetið og sósuna á annan brauðhelminginn og toppið með hinum.

KOKKURINNEDDA HLÍF HLÍFARSDÓTTIR

HROSSARÆKTANDI OG BÓNDAKONA

Edda Hlíf er 25 ára, fædd og uppalin á sveitabæ í Skagafirðinum. Hún hefur alltaf verið í búskap og er mikil hestakona og er nú búsett í Austur Landeyjum ásamt kærasta sínum. Þar reka þau nokkuð stórt hrossaræktarbú og eru auk þess með kindur. Sem stendur vinnur Edda Hlíf að því að ljúka stúdentsprófi af félagsfræðibraut frá Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra í fjarnámi en hún vinnur einnig sem stuðningsfulltrúi við Hvolskóla þar sem hún aðstoðar nemendur á unglingastigi.

Edda segir hlutverkaskiptinguna á heimilinu vera nokkuð jafna milli hennar og kærasta hennar þegar kemur að eldamennskunni. Á boðstólum er mikið af heimaunnum vörum en þau reykja sjálf, búa til bjúgu og rækta sínar eigin kartöflur svo eitthvað sé nefnt. Hamborgarar eru reglulega á borðum og þá gildir sú regla að notað er það sem til er í ísskápnum hverju sinni.

Edda segist vera mikill bókaormur en helstu áhugamál hennar eru hestamennska og landbúnaður en einnig ferðalög og erlend menning. Hún fór sem au pair til Suður-Frakklands fyrir nokkrum árum og segir dvölina þar hafa verið mjög skemmtilega, lærdómsríka og framandi. Matarmenningin var áhugaverð og þarna komst Edda að raun um að sósur með öllum mat væru séríslenskt fyrirbrigði. Hún segir það hafa komið mörgum skemmtilega á óvart að hún skildi taka þátt í uppskriftasamkeppni þar sem fáir vissu að hún hefði mjög gaman af því að elda og baka og prófa nýjar uppskriftir.

Um þennan hamborgara:
„Eins og nafnið gefur til kynna er hann kenndur við Söru en það er vinkona mín sem lét mig hafa uppskrift að kjúklingarétti sem er ekki ólíkur þessari uppskrift. Ég var að prófa mig áfram með réttinn en mér finnst mjög skemmtilegt að prófa mig áfram með alls konar grænmeti. Ég er líka mikið fyrir að hafa mismunandi liti í matnum.“Upplýsingar koma síðar

NÝJAR VÍDDIR Í HAMBORGURUMHvað er Smash Style?

Smash Style er aðferð sem er uppruninn í Ameríku, sem oft er talinn vera aðal hamborgaraþjóð heims. Aðferðin felst í að hamborgarinn er lausmótaður án pressu og hefur notið vinsælda um allan heim.

Eingöngu er notað ferskt íslenskt ungnautakjöt með allt að 20 % fitu innihaldi sem gerir hamborgararnn sérstaklega mjúkann ,safaríkan og bragðgóðan. Hamborgarinn er til 100.gr ,120,gr og 140 gr .

Allar vörurnar okkar fást hjá

  • Hagkaup
  • Bónus